Innskráning í Karellen

Spurt og svarað um lífið á Ósi.

Af hverju er skólinn kallaður barnaheimili?

Þegar leikskólinn var stofnaður árið 1973 hét hann Tilraunabarnaheimilið Ós. Þá var skólinn til húsa við Dugguvog í húsi sem kallað var Ós. Það er svolítið síðan hætt var að nota „tilrauna-forskeytið“ því tilrauninni er formlega lokið. Hún heppnaðist með ágætum. Eftir stendur Barnaheimilið Ós.

Af hverju fóstrur?
Það er arfleifð frá upphafsárunum líka að starfsfólkið á Ósi kallist fóstrur. Okkur finnst það fallegt orð og lýsandi því þar starfar fólk sem fóstrar börnin okkar á svo margan og mikilvægan hátt. Auðvitað eru fóstrur mentaðar í faginu og er öllu starfsfólki að sjálfsögðu frjálst að halda í sína starfstilla og fagheiti... okkur finnst bara svo dásamlegt að halda í þetta fallega orð þess vegna höldum við því á floti.

Hvað gera foreldrarnir á Ósi?

Foreldrar barna á Ósi taka þátt með því að reka skólann og marka stefnu hans. Ákvarðanir um slíkt eru teknar á stórfundum sem haldnir eru mánaðarlega yfir skólaárið og þar eiga allir nemendur sinn fulltrúa. Foreldrar skiptast einnig á að sitja í stjórn skólans. Foreldrarnir ráða leikskólastjóra og í samvinnu við hann taka þeir ákvarðanir um daglegt starf og áherslur hverju sinni. Einnig er samvinna við starfsfólk um ýmsa þætti og atburði á Ósi og meira að segja sá foreldrar alfarið um ýmisa skemmtilega viðburði á Ósi. Sjá annars nánar um verkefni foreldra og umgjörð í starfsreglum Óss (hlekkur).

Af hverju er dýrara að vera með barn á Ósi en í venjulegum leikskóla?

Leikskólagjöld á Ósi eru um það bil 15% hærri en leikskólagjöld í almennum leikskólum Reykjavíkurborgar, líkt og hjá flestum sjálfstætt starfandi skólum. En á Ósi fær fjölskyldan líka meiri og persónulegri þjónustu og viðmót en í flestum öðrum skólum, og þú sem foreldri hefur mun meira um það að segja hvernig námi barnsins er háttað á þessu fyrsta skólastigi og áherslurnar í skólastarfinu. Kynni við aðrar fjölskyldur stækka líka „öryggisnetið“ og tengslanetið ykkar. Á Ósi er mikið lagt upp úr góðum samskiptum og náinni samvinnu. Svo má líka nefna að við leggjum mikið upp úr því að elda góðan, hollan og að miklu leiti lífrænan mat frá grunni og höfum alltaf vegan kost í boði.


Er biðlistinn langur?
Það er misjafnt. Leikskólastjórinn okkar getur svarað því best. Sendu línu osstjori@gmail.com.

Hvar sæki ég um? Hér á síðunni undir upplýsingar er að finna leikskólaumsókn. Ef þið viljið fylgja umsókninni eftir þá er símin hjá okkur 5523277 og netfangið osstjori@gmail.com.

Má ég koma í heimsókn?
Þú ert hjartanlega velkomin í heimsókn á Ós. Sendu línu á osstjori@gmail.com ef þú vilt setja niður heppilegan tíma eða hringdu í 5523277.

Hvernig virkar þetta eiginlega?

Þetta virkar reyndar býsna vel. Það hentar ekki öllum fjölskyldum að vera á foreldrarreknum leikskóla en fyrir þá sem vilja nána samvinnu á þessu fyrsta skólastigi barnsins síns er fyrirkomulagið heppilegt. Þið eignist líka marga góða vini, á öllum aldursskeiðum.

Af hverju þarf ég að gera svona margt á Ósi?

Því á Ósi hjálpast allir að. Stundum er mikið að gera, og þá hjálpa þeir sem geta hverju sinni – ekki bara pabbar og mömmur, stundum koma líka ömmur og afar á Ós. Okkur finnst þetta samstarf afar dýmætt og höfum við sannarlega reynsluna og dæmin því skólinn opnaði 1973.

Hvernig er maturinn?
Það er metnaðarfullur matráður á Ósi. Hann heitir Mohammad og hún eldar mjög hollan og heilnæman mat frá grunni. Á mánudögum er afar holl súpa með heimabökuðu brauði og á þriðjudögum er fiskur á Ósi. Á örðum dögum er hæfileg blanda af nútímalegum heimilismat þar sem áherslan er á hollustuna og fjörið.

Hvað er Brekkó?

Það er hefð að foreldrar, börn og fóstrur fari saman í sumarbústaðaferð á hverju vori. Þá eru leigðir bústaðir í Brekkuskógi og Ósarar (líka útskrifaðir) skemmta sér saman í nokkra daga.

Þarf alltaf að vera partý?
Ekki alltaf, en það er skemmtilegra. Á Ósi kynnast foreldrarnir vel, ekki bara inni á leikskólanum heldur bindast margir vináttuböndum.