Innskráning í Karellen

Eftir mat þá hvíla allir Ósarar sig. Þau yngstu fá sér blund en við aðlögum síðan hvíldina eftir því hvernig hinir hópanir eru samsettir. Ós er lítill leikskóli og því getur verið mismunandi hvernig hópanir eru aldursskiptir hverju sinni.
Allir fá sem sagt hvíld við hæfi hvort sem þau sofna, hlusta á sögu, fara í jóga eða bara halla sér og slappa af.
Í ungbarna hópnum bjóðum við upp á eina hvíld en fyrir þau sem náðu ekki að sleppa morgunlúrnum tökum við þátt í að aðlaga þau að einum lúr.