Innskráning í Karellen

Á Krummakjarna eru elstu Ósaranir. Það fer eftir fjölda og aldursdreifingu hverju sinni hversu margir hópar eru á kjarnanum en skólahópur er allavega þar á meðal. Í skólahópi eru þau börn sem hefja leikskóla árið á sínu fimmta skóla ári.
Áfram er lög áhersla á sjálfsprottinn leik barnanna en þörfin fyrir meira krefjandi verkefni fer einnig að segja til sín. Við leggjum áherslu á könnunar nám og aðferð sem að hvetur þau til þess að velja sér verkefni sem þau síðan afla sér upplýsinga um og vinna síðan úr þeim upplýsingum á þann hátt sem þau vilja. Þetta getur til dæmis verið myndlist, sögugerð, leikrit eða hvað sem okkur dettur í hug í sameiningu.
Á Ósi leggjum við líka mikla áherslu á að vera vinir og hvernig það er að vinna saman í hópi og hjálpast að. Á Krummakjarna eiga þau að kunna nokkra hópleiki og fá tækifæri á æfa sig í því flókna verkefni að vinna saman að ákveðnu markmiði en þannig teljum við geta eflft samkend og hópefli.
Eins og Kríukjarni þá tilheyrir Krummakjarni eldrikjarnastarfi Óss og eru það þær Eva Rut og Katrín sem skipta með sér kjarnastjórastöðunni í góðu samstarfi við Camillu sem er myndlistakennari Óss.