Innskráning í Karellen


Stjórn Óss skipa foreldrar fimm barna hverju sinni. Kosinn er formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Stjórn ber ábyrgð á daglegum rekstri heimilisins í samvinnu við leikskólastjóra. Starf stjórnar er ólaunað.


Í verkahring stjórnar er m.a. að stýra og boða stórfundi, ákvarðanir um inntöku nýrra barna og ráðningu eða uppsögn starfsfólks í samráði við leikskólastjóra, framkvæmd með ákvörðun stórfunda og samskipti við opinbera aðila, eigendur húsakynna og aðra, í samvinnu við leikskólastjóra.


Núverandi stjórn skipa:

Edda Halldórsdóttir, formaður stjórnar

Björn Atli Davíðsson, gjaldkeri

Sindri Leifsson, ritari

Baldur Björnsson, meðstjórnandi

Anna Svava Knútsdóttir, meðstjórnandi

Hafa samband: stjorn@barnaheimilidos.is


Starfsreglur Óss má finna hér.