Innskráning í Karellen

Nýtt kerfi

Sæl og blessuð og velkomin á nýju vefsíðuna okkar. Eins og þið sjáið þá er síðan í mótun og vonumst við til þess að hún verði tilbúin innan skamms og verði þá okkur öllum góð veita upplýsinga og skemmtunar. Eins og er þá erum við að keyra í gang nýtt kerfi sem að heldur utan um nánast alla skráningu í leikskólanum þar á meðal umsóknir og innritun. Þessi vefsíða er hluti af því kerfi og er því hægt að sækja um bæði atvinnu og leikskólavist hér. Kerfinu fylgir gagnvirkt forrit sem fjölskyldurnar hafa aðgang að í snjalltækjunum sínum og vonumst við til þess að það muni auka til muna þjónustu við fjölskyldurnar á Ósi og samvinnuna sem er okkur er svo dýrmæt.