Á Ósi eru allir spenntir fyrir komandi leikskólaári og eru bæði börn og fóstrur búin að draga í sig sólarorkuna og eru tilbúin fyrir spennandi tíma. Námskráin okkar er að verða tilbúin og er rauði þráðurinn í henni KÖNNUN enda eru leikskólabörn upp til hópa litlir könnuður sem þurfa rými, tíma og efnivið til þess að kanna heiminn á sínum forsendum. Við höfum haft þetta í huga við gerð námskrárnar en einnig hefur starfsfólk Óss verið dýrmætur innblástur og fengið tíma til þess að vinna við og í nýjum námsþáttum og stefnu inni á kjörnunum þannig að allt ætti að vera prófað, staðist og sammþykkt.
Á næsta ári verður Ós 50 ára og er það í sjálfu sér stórmerkilegt þegar litið er til menntasögu landsins. Saga skólans er sérstæð og hlökkum við til þess að gera henni góð skil en hlökkum auðvitað mest til þess að sletta ærlega úr klaufunum þegar afmælishátíðin verður haldin. Stefnt er að því að afhenta Ósi nýju námskránna formlega á afmælinu.