Innskráning í Karellen

Húsið

Ós hefur verið á Skerplugötunni frá því sumarið 2017 og hefur starfsfólkið komið sér þar vel fyrir. Húsið er þriggja hæða ásamt því að vera með góðan kjallara. Inngangur barnanna og fataklefi er í kjallaranum og nota þau hann til þess að koma í og fara úr skólanum og til þess að hafa sig til fyrir útiveru . Í kjallaranum er eining klósett aðstaða fyrir börnin, geymsla, þvottahús.

Í kjallara hússins er einnig Hreiðrið en þar höfum við aðstöðu fyrir lítinn ungbarnakjarna fyrir börn sem eru 12 til 18 mánaða.

Á fyrstu hæðinni er Lóukjarni. Kjarnanum er skipt í þrjú svæði sem öll hafa sitt hlutverk í dagsins önn ásamt klósett og skipti aðstöðu. Eldhúsið er einnig á fyrstu hæðinni og er oft spennandi að fá að kíkja þangað inn og fá að sjá hvað er í matinn eða jafnvel fá svo sem eina rúsínu hjá kokkinum. Gesta og starfmanna inngangur er á fyrstu hæðinni. Hreiðrið og Lóukjarni eiga svo í góðu samstarfi sín á milli.

Þegar krílin eru orðin eldri fara þau á aðra hæðina en þar er Kríjukjarni. Kjarninn er byggður upp eins og Lóukjarni og hefur hvert herbergi sitt hlutverk ásamt klósetti og skiptiaðstöðu. Á annarri hæðinni er einnig aðstaða starfsmanna, undirbúningur, kaffistofa og salernisaðstaða.

Krummakjarni er síðan á þriðju hæðinni og er það kjarni elstu barnanna á Ósi. Hæðin er að hluta til undir risi og er kjarninn nokkuð minni en þeir á fyrstu og annarri. Útsýnið frá Kummakjana er dásamlegt og sjá börnin yfir fallega hverfið okkar og flugvélarnar lenda og taka á loft handan þess og síðan sjá þau niður að sjó og alveg að fjöllunum á Reykjanesskaga þar sem fjallið Keilir skipar heiðurssess. Á þriðju hæðinni er líka eldhús sem notað er fyrir listsköpun og skrifstofa leikskólastjóra. Starfsfólk og börn á elstu kjörnunum eiga svo í góðu samstarfi sín á milli.