Innskráning í Karellen

Hreiðrið er kjarni sem ætlaður er fyrir allra yngstu Ósarana sem eru á aldrinum 12 til 18 mánaða. Kjarninn er partur af yngrakjarnastarfi Óss og er hún Agla kjarnastjóri yngri kjarnanna.
Mikið er lagt upp með að róglegt andrúmsloft ríki í kringum yngstu krílin en einnig að þetta er upphaf skólagöngu þeirra og lítum við svo á þau eru að hefja sinn fyrirsta könnunarleiðangur.
Leikefnið er valið af kostgæfni og áhersla lögð á náttúrulegan og opinn efnivið en einnig er mikilvægt að þau fái leikefni sem að gerir þeim kleift að fara í eftirhermuleik.