Innskráning í Karellen
news

50 ára afmæli Óss

23. 08. 2023

Í ár á Ós 50 ára afmæli og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt í vor.
Boðið var í afmæliveislu sem haldin var hér á Ósi og var margt um að vera. Sögusýning var sett upp þar sem farið var yfir sögu leikskólans en hún er afar áhugaverð og skemmtileg. Hver kjarni fyrir sig var síðan með sýningu þar sem starf hvers kjarna var útlistað með myndum, myndlist og frásögnum úr daglegu lífi Óss. Úti í garði voru síðan tónleikar, sirkussýning og allskonar skemmtileg heit þar á meðal ótrúleg veisla sem að kokkurinn okkar hann Mohammad galdraði fram.
Okkur þótti vænt um að stofnendur Óss komu og sögðu okkur frá upphafsárum Óss og hugmyndina á bakvið stofnun leikskólans. Þetta var afar dýrmætt fyrir okkur nýrri Ósara og var dagurinn í heild yndislegur í allastaði.