Innskráning í Karellen
news

Ljósið í deginum. Sýning á Lækjartorgi

09. 12. 2023

Í tilefni þess að Ós okkar allra fagnar 50 ára afmæli þá fengum við boð frá Reykjavíkurborg um að setja upp sýningu í gróðurhúsinu niður á Lækjartorgi. Allir kjarnarnir tóku þátt og fékk sýningin heitið Ljósið í deginum. Á "nýja" Ósi er útsýnið yfir Reykjanesskaga algerlega frábært og ljósadýrðin í skammdeginu dásamlegt. Þau upplifa og fylgjast með mismunandi litum sem að breiða sig yfir himininn þegar veðrið er gott. Börnin á Krummakjarna langaði að gera líkan af Ósi og fóru í könnunar ferðir í kringum húsið og settu síðan saman sína útgáfu af húsinu. Kríukjarni fylgdist með ljósa dýrðinni og gerðu svo saman himininn fyrir ofan Ós Krummana. Krílin á Lóukjarna blönduðu síðan rauðum og bláum með tækninni blaut í blaut og fylgdust með því hvernig litirnir runnu saman í dásamlegar leita súpur. Ofurkrílin á Hreiðrinu eru svo með sýnishorn af því hvernig þau vinna með skynfærin sín á skapandi hátt. Auðvitað er síðan hinu dýmæta samstarfi foreldra og starfsfólks gerð góð skil. Síðasti dagur uppsetningarinnar er á morgun og við hvetjum alla Ósara bæði gamla og nýja að koma og sjá.

Njótið aðventunnar kæru vinir!