Innskráning í Karellen
news

Ný námskrá

14. 08. 2023

Á 50. ára afmælishátíð Óss í vor afhentu starfsfólkið leikskólanum nýja skólanámskrá. Skólanámskráin er búin að vera í býgerð í nokkur ár og eftir að Ós flutti á Skrerplugötuna hefur námskrágerðin tekið mið af breyttum aðstæðum bæði varðandi húsnæðið og svo nýjum áherslum og stefnum í leikskólamálum og rannsóknum varðandi þau. Þetta er búið að vera skemmtilegt verkefni og erum við voðalega stolt af afrakstrinum og hlökkum við til þess að vinna eftir henni en einnig að takast á við innihald hennar því við lítum á hana sem lifandi plagg sem getur aðlagast eftir þörfum. Ný stefna Óss þróaðist í kjölfar námskrárnar en í henni er lögð áhersla á að börnin á Ósi séu litlir könnuðir sem leggja af stað í könnunarleiðangur þegar þau hefja sitt nám. Þessi áhersla speglast svo í sjálfssprotna leiknum, sköpun barnanna og daglegu starfi.